Nú er unnið að því að koma öllu brotajárni frá Eyjum. Það er málmendurvinnslufyrirtækið Fura í Hafnarfirði sem tekur járnið en verkið er unnið í samstarfi við GG-hraðverk í Eyjum. Mikill haugur brotajárns hefur safnast saman austan við Sorpeyðingastöðina á Nýja hrauninu og mörgum þótt nóg um. Áætlað er að verkið taki um tvær vikur.