Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV lætur sig aldrei vanta á þjóðhátíð. Hún situr einnig í Þjóðhátíðarnefnd og ber ábyrgð á allri sölu á hátíðarsvæðinu.
Þetta kemur fram í viðtali við k100.is.
„Það er alveg rétt, ég hef aldrei sleppt Þjóðhátíð,“ segir Sigríður Inga með stolti.
„Ég er fædd 18. ágúst 1978 þannig ég var tæplega eins árs þegar ég fór á mína fyrstu Þjóðhátíð,“ segir hún jafnframt og kveðst ekki eiga neina leiðinlega minningu af Þjóðhátíð sem gæti mögulega fengið hana til að láta sig vanta á hátíðina.
„Ætli ég væri nú ekki búin að sleppa einhverri hátíð ef þetta væri ekki alltaf jafn gaman, en málið er að þetta er bara alltaf jafn gaman,“ segir hún og hlær.
„Ég er að verða 44 ára og hef verið á öllum hátíðunum fyrir utan þær sem þurfti að fresta í fyrra og hitt í fyrra en þá var Lóðhátíð í staðinn, þannig ég hef í rauninni verið á 42 Þjóðhátíðum.“
„Þetta er ólýsanleg helgi og þó maður hafi farið margoft á Þjóðhátíð áður þá er þetta alltaf jafn magnað. Það er einhver tilfinning sem fer um mann sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Sérstaklega ekki fyrir þeim sem ekki hafa komið og upplifað þetta. Þið verðið bara að koma og upplifa þetta á eigin skinni þá skiljið þið hvað ég er að meina,“ segir Sigríður Inga sannfærandi að lokum.
Þjóðhátíðin verður sett við hátíðlega athöfn í Herjólfsdal í dag, föstudag kl. 14:30




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.