Alltaf á Þjóðhátíð

Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV lætur sig aldrei vanta á þjóðhátíð. Hún situr einnig í Þjóðhátíðarnefnd og ber ábyrgð á allri sölu á hátíðarsvæðinu.

Þetta kemur fram í viðtali við k100.is. 

„Það er alveg rétt, ég hef aldrei sleppt Þjóðhátíð,“ segir Sigríður Inga með stolti.

„Ég er fædd 18. ágúst 1978 þannig ég var tæplega eins árs þegar ég fór á mína fyrstu Þjóðhátíð,“ segir hún jafnframt og kveðst ekki eiga neina leiðinlega minningu af Þjóðhátíð sem gæti mögulega fengið hana til að láta sig vanta á hátíðina.

„Ætli ég væri nú ekki búin að sleppa einhverri hátíð ef þetta væri ekki alltaf jafn gaman, en málið er að þetta er bara alltaf jafn gaman,“ segir hún og hlær.

„Ég er að verða 44 ára og hef verið á öllum hátíðunum fyrir utan þær sem þurfti að fresta í fyrra og hitt í fyrra en þá var Lóðhátíð í staðinn, þannig ég hef í rauninni verið á 42 Þjóðhátíðum.“

„Þetta er ólýsanleg helgi og þó maður hafi farið margoft á Þjóðhátíð áður þá er þetta alltaf jafn magnað. Það er einhver tilfinning sem fer um mann sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Sérstaklega ekki fyrir þeim sem ekki hafa komið og upplifað þetta. Þið verðið bara að koma og upplifa þetta á eigin skinni þá skiljið þið hvað ég er að meina,“ segir Sigríður Inga sannfærandi að lokum.

Þjóðhátíðin verður sett við hátíðlega athöfn í Herjólfsdal í dag, föstudag kl. 14:30

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.