�?ingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Kolbeinn �?ttarsson Proppé verða í heimsókn hér í Eyjum á morgun, fimmtudaginn 19. jan. �?eir munu hér m.a. kynna sér stöðu Vestmannaeyja og eiga spjall við okkur Eyjamenn um það sem helst á okkur brennur. Heimsóknin er hluti af dagskrá þingmanna Vinstri grænna en þeir hafa heimsótt byggðarlög vítt um landið að undanförnu og kynnt sér stöðu þeirra til þess að hafa sem besta yfirsýn um mikilvægustu málefni þjóðarinnar nú í byrjun þings sem tekur til starfa innan skamms.
Síðasti hluti heimsóknar þingmannanna hér í Eyjum þessu sinni er almennur opinn fundur sem þeir Ari og Kolbeinn boða til í Arnardrangi fimmtudagskvölið 19. jan. kl. 20.
Mætum öll og ræðum hagsmunamál Vestmannaeyja við þingmennina!