Álsey VE lét úr höfn í gær og hélt til loðnuveiða. Á facebooksíðu sinni segja þeir veiðina byrja vel í blíðunni í Bugtinni. �?eir fengu tæplega 300 tonn í fyrsta kasti. Eitthvað fengu þeir gefins hjá Birtingi NS, sem var kominn með sinn skammt. Nú eru þeir á Álsey komnir með 700 tonn og eru á leiðinni til Eyja í löndun. Miðað við það sem á undan er gengið þessa vertíð, þá lítur þetta vel út segja þeir á Álsey VE. Loðnan sé stærri og hrognafylling 18% sem er fínt til að byrja með í frystingu.