Uppsjávarskipið Júpíter ÞH fékk í skrúfuna þegar skipið var á síldarveiðum norður af Melrakkasléttu. Óttast er að gírinn hafi brotnað en það gæti þýtt að skipið verði frá í talsverðan tíma. Júpíter og Álsey VE, annað skip Ísfélagsins voru saman á partrolli þegar óhappið varð en Álsey dró Júpíter til hafnar á Akureyri þar sem viðgerð fer fram.