Áltæknigarður á næsta ári!
12. apríl, 2007

�?etta kom m.a. fram í erindi sem Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur hélt á opnum fundi SASS um framtíð Suðurlands sem haldinn var á Selfossi síðastliðinn föstudag.

Jón lýsti þar fyrirhuguðum álgörðum rétt vestan við �?orlákshöfn og að við þá yrði byggt álver sem í fyrstu yrði 60 þúsund tonna en gæti hugsanlega stækkað í 270 þúsund tonna ársframleiðslu. Álverið myndi þá meðal annars sjá fullvinnslufyrirtækjunum fyrir áli.

Að sögn Jóns hafa fyrirtæki í Kína, Japan, Evrópu og Bandaríkjunum komið að hugmyndinni um álgarða við �?orlákshöfn. Mögulegt er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári en fyrirtækið �?órsál verður nánar kynnt á fundi sem Bæjarstjórn �?lfuss boðar til 17. apríl næstkomandi.
Samhliða álveri er reiknað með að byggja verði upp hafskipahöfn í �?orlákshöfn sem talið er að kosti um 6 milljarða.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst