Alvarlegt mótorhjólaslys við Steinsstaði
20. júní, 2007

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var ökumaður á leið norður Höfðaveg og missir hann stjórn á hjólinu uppi á hæðinni við Steinsstaði. Bæði ökumaðurinn og hjólið höfnuðu á vegriði og slasaðist hann mikið og hjólið fór í tvennt og er sennilega ónýtt.
Eftir rannsókn á Sjúkrahúsinu var ákveðið að flytja ökumanninn með til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Líklega er lærbrotinn og grunur var um hryggáverka.
Steinsstaðir standa sunnan við Vestmannaeyjabæ og þar er 50 km hámarkshraði.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst