Amelía og Ívar Bessi hlutu Fréttabikarinn
3. júní, 2023

Lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í kvöld. Þar voru venju samkvæmt veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla og kvenna flokki. En það voru þau þau Amelía Einarsdóttir og Ívar Bessi Viðarsson sem hlutu Fréttabikarinn í ár.

Amelía Einarsdóttir er 19 ára hornamaður. Amelía er útsjónarsamur leikmaður með góða tækni, frábæra hönd og góðan leikskilning. Amelía hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands.  Í yngri flokkum varð Amelía Íslandsmeistari í 5-4-3. flokki auk þess að vera bikarmeistari í 4. flokk. Á tímabilinu leysti Amelía báðar horna stöður ÍBV. Amelía fékk meiri ábyrgð og spiltíma eftir því sem leið á tímabilið og skilaði alltaf sínu. “Amelía er framtíðarleikmaður og bundnar eru miklar vonir við Amelíu á næstu árum,” sagði meðal annars í umsögn þjálfara um leikmanninn.

Ívar Bessi Viðarsson betur þekktur sem ÍBV. Er 17 ára vinstri skytta en er þó líklega þekktastur fyrir varnarleik en hlutverk hans í liðinu hefur verið stigvaxandi frá því á síðasta tímabili. Í umsögn þjálfara um drenginn segir meðal annars. “Hann er ótrúlega duglegur drengur og tilbúinn að leggja á sig það sem þarf til að ná árangri. Hann er með DNA sem einkennir ÍBV-vörnina. Hann hefur alla tíð æft virkilega vel og er eins og svampur þegar kemur að leiðsögn. Þessi drengur á framtíðina fyrir sér.”

Myndir frá hófinu og upplýsingar um aðra verðlaunahafar verða birtar síðar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.