Steingrímur Jóhannesson lést í gær, fimmtudag aðeins 38 ára gamall. Steingrímur hafði glímt við krabbamein undanfarna mánuði. Hann lék um árabil með knattspyrnuliði ÍBV við góðan orðstír, skoraði 78 mörk í 189 leikjum í efstu deild og er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir ÍBV í efstu deild. Steingrímur varð markakóngur úrvalsdeildar tvö ár í röð, 1998 og 1999 en auk þess lék hann með KFS, Selfoss og Fylki. Steingrímur lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.