Þeir eru frískir peyjarnir sem litu við á Fréttum flaggandi nýju blaði sem þeir kalla Litlu Fréttir. Er þetta annað tölublaðið og þar er að finna fréttir úr bæjalífinu og skemmtiefni. Þeir skrifa allt í blaðið, taka myndir og brjóta um. Senda það síðan í Eyrúnu þar sem Gísli Foster keyrir blaðið út, brýtur saman og raðar.