Kantmaðurinn efnilegi Anton Bjarnason, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnulið ÍBV. Anton kom við sögu í fimm leikjum ÍBV í sumar en Anton lék sumarið 2009 með KFS í 3. deild auk þess að leika nokkra leiki með ÍBV en hann lék 10 leiki með KFS og skoraði sjö mörk. Anton er 23 ára en samningur hans átti að renna út um áramót.