Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, á Ströndum og á Norðurlandi vestra. Á Suðurlandi tók gul viðvörun gildi á hádegi og gildir hún til kl. 22.00 í kvöld. Þá tekur við appelsínugul viðvörun í landshlutanum og er hún í gildi til klukkan 4 í nótt.
Í viðvörunarorðum fyrir þá appelsínugulu segir: Vestan 18-25 m/s og mjög snarpar vindhviður. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður.
Á Grænlandshafi er öflug lægð, sem nálgast landið og hingað óstöðugu éljalofti. Gengur því á með suðvestanhvassviðri eða -stomri og dimmum éljum, hvassast í hryðjum suðvestantil. Hægari vindar og úrkomulítið á Norðausturlandi með hiti kringum frostmark síðar í dag. Líkur eru á að færð spillist sunnan- og vestanlands seinnipartinn, einkum á fjallvegum og því gætu ferðalög milli landshluta verið varasöm. Í gildi eru veðurviðvaranir fram á nótt og eru ferðamenn hvattir til að kynna sér færð og veður áður en lagt er af stað.
Seint í kvöld er útlit fyrir bæti enn í vind og éljagang á vesturhluta landsins, en í nótt gengur kröpp lægðabóla hratt austur yfir Norðvesturland og hvessir því einnig talsvert á Norður- og Austurlandi.
Er líður á mánudagsmorgun dregur talsvert úr bæði vindi og éljum, en seinnipartinn ganga næstu skil norður yfir landið með úrkomu í flestum landshlutum og hækkandi hita.
Spá gerð: 02.03.2025 06:29. Gildir til: 03.03.2025 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst