Áramótin fóru ágætlega fram og lítið um útköll hjá lögreglu. Töluverður fjöldi var að skemmta sér á skemmtistöðum bæjarins í tilefni áramóta en skemmtunin fór ágætlega fram. Lögreglan þurfti samt sem áður að aðstoða nokkra einstaklinga til síns heima sökum ölvunarástands þeirra.