Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma á fundi sínum harðorða ályktun þar sem lagst er gegn því að embætti skattstjóra í Vestmannaeyjum verði lagt niður. Eins og greint hefur verið frá áður hér á Eyjafréttum er fyrirhugað að gera landið að einu skattaumdæmi og allt bendir til þess að starfsemin leggist niður hér. Bæjarstjórn lítur á hugmyndirnar sem árás á landsbyggðina, af þeim sem standa ættu vörð um hana. Ályktunina má lesa í heild sinni hér að neðan.