Þriðjudaginn 13. janúar 2026 fer hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV fram. Fólk á vegum deildarinnar leggur af stað um kl. 18:00 og fer hús úr húsi til að safna dósum og flöskum.
Verður þú ekki heima á þessum tíma? Ekkert mál – þá er einfaldlega hægt að skilja poka eftir fyrir utan hurðina og við sjáum um rest, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
Þar segir jafnframt að viðtökurnar í gegnum árin hafi verið frábærar og stuðningurinn ómetanlegur. „Við bindum vonir við að þetta ár verði engin undantekning og þökkum kærlega fyrir allan þann stuðning sem þið hafið sýnt handknattleiksdeild ÍBV í gegnum tíðina.”



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst