Árlegt jólaboð Skipalyftunnar

Margt var um manninn í boðinu síðastliðinn laugardag þegar Skipalyftan bauð viðskiptavinum og velunnurum sínum í jólaboð um síðustu helgi.

Skipalyftan starfar í dag fyrst og fremst sem plötusmiðja og véla- og renniverkstæði auk þess að þjónusta skip í upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar. Skipalyftan heldur einnig úti lager og verslun með mikið úrval af vörum tengdum málmiðnaði, sjósókn og veiðum. Einnig eru þeir með vörur frá Byko eins og timbur, múr og fleira.
Boðið var haldið í nýbyggingunni þar sem véla- og renniverkstæði fyrirtækisins mun verða í framtíðinni. Karlakór Vestmannaeyja kom og tók lagið fyrir gesti og Skipalyftan bauð uppá veitingar frá Einsa kalda.

Óskar Pétur var á staðnum og myndaði herlegheitin.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.