Margt var um manninn í boðinu síðastliðinn laugardag þegar Skipalyftan bauð viðskiptavinum og velunnurum sínum í jólaboð um síðustu helgi.
Skipalyftan starfar í dag fyrst og fremst sem plötusmiðja og véla- og renniverkstæði auk þess að þjónusta skip í upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar. Skipalyftan heldur einnig úti lager og verslun með mikið úrval af vörum tengdum málmiðnaði, sjósókn og veiðum. Einnig eru þeir með vörur frá Byko eins og timbur, múr og fleira.
Boðið var haldið í nýbyggingunni þar sem véla- og renniverkstæði fyrirtækisins mun verða í framtíðinni. Karlakór Vestmannaeyja kom og tók lagið fyrir gesti og Skipalyftan bauð uppá veitingar frá Einsa kalda.
Óskar Pétur var á staðnum og myndaði herlegheitin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst