Arnar Pétursson fyrrverandi þjálfari meistaraflokks karla ÍBV í handbolta þarf vart að kynna fyrir Eyjamönnum. En hann gerði ÍBV að þreföldum meisturum á loka tímabili sínu með liðið.
Arnar snýr nú aftur til þjálfunar en hann tekur nú við þjálfun Kvennalandsliðs Íslands í handbolta.
Þetta kom fram á fréttamannafundi HSÍ nú í hádeginu.
Framundan er undankeppni EM 2020 þar sem Ísland er í riðli með Frakklandi, Króatíu og Tyrklandi. Fyrstu leikir liðsins undir stjórn Arnars verða gegn Króatíu ytra og Frakklandi í Laugardalshöll í lok september.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst