Miðjumaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson skrifaði nú í dag undir nýjan tveggja ára samning hjá ÍBV. Eyjamenn eru nú að vinna að því að tryggja sér áframhaldandi starfskrafta þeirra sem léku með liðinu í sumar en Anton Bjarnason skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning. Arnór hefur alla tíð verið í herbúðum ÍBV og oftar en ekki leikið sem bakvörður.