Hinn 26. nóvember var merkisdagur í sögu Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Þann dag fór aflaverðmæti fisks, sem seldur hefur verið á markaðinum á einu ári, í fyrsta skipti yfir einn milljarð króna. Kári Hrafnkelsson, forstöðumaður Fiskmarkaðarins, segir að þetta hafi ekki gerst áður. Það hæsta fram til þessa hafi verið árið 1995, eða fyrir fimmtán árum.