Ási í Bæ í 100 ár
27. febrúar, 2014
Í dag, fimmtudaginn 27. febrúar, eru 100 ár frá því Ástgeir Kristinn �?lafsson fæddist. Fáir þekkja þó rithöfundinn, ljóðskáldið, lagasmiðinn, vísnasöngvarann, aflakónginn og lífskúnsnerinn undir þessu nafni. Í Safnahúsinu minnumst við Ása í Bæ með margvíslegum hætti á afmælisárinu.
Á afmælisdaginn sjálfan verður boðið upp á dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsinu sem hefst stundvíslega kl. 17 og stendur í um klukkutíma. �?ar verður áherslan einkum lögð á andlit og hendur Ása. Undir yfirskriftinni �?líkar ásjónur Ása munum við draga fram málverk, teikningar og ljósmyndir sem sýna Ása í ólíku ljósi. Rithöfundurinn Ási verður annað meginþemað. Sonur hans, Gunnlaugur, mun fjalla um bækurnar og sonasynir hans, þeir Kári Gunnlaugsson og Ástgeir �?lafsson lesa valda kafla úr verkunum. Eyvindur Ingi Steinarsson, �?órarinn �?lason og Molarnir skemmta milli atriða.
Allir hjartanlega velkomnir.
Fréttatilkynning
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst