Ási í Bæ mættur á bryggjuna
18. nóvember, 2020

Í dag luku starfsmenn Ísfélagsins uppsetningu á bronsstyttu af skáldinu, sjómanninum og tónlistarmanninum, Ása í Bæ við flotbryggjurnar á smábátasvæðinu. Um er að ræða styttu af Ása í raunstærð þar sem hann situr á steini. Einnig hefur bekk verið komið fyrir við styttuna þar sem hægt er að hlusta á lög og sögur frá Ása með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp. Höggmyndina gerði Eyjamaðurinn Áki Gränz að beiðni Árna Johnsen. Ísfélagið annaðist hinsvegar uppsteypu verksins í kopar.

Sáttir að lokinni uppsetningu bronsstyttunnar. Stefán Agnarson, Almar Hjarðar og Sigurður Björn Alfreðsson.

„Ég hef verið að vinna að svona verkefnum alla ævi í samvinnu við ýmsa aðila hér í bæ. Mér finnst bæði mikilvægt að gera mönnum eins og Ása hátt undir höfði og varðveita sögu þeirra og minningu svo er ekki verra að fegra bæinn á sama tíma. Ég fékk Áka með mér það eru komin rúm 10 ár síðan við byrjuðum á þessu. Styttan er búin til úr leir og síðan steypt í gifs, Áki er mikill listamaður og útkoman góð. Ég er ofboðslega þakklátur Ísfélaginu fyrir þeirra aðkomu að þessu verkefni með okkur. Án þeirra stuðnings væri þetta skemmtilega verkefni ekki orðið að veruleika,“ sagði Árni Johnsen í samtali við Eyjafréttir.

Nánar má lesa um Ása í Bæ og verkefnið í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift er til áskrifenda í dag.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst