�?eir sem ekki eru skráðir í flokkinn geta undirritað inntökubeiðni á kjörstað um leið og þeir kjósa og því ættu allir sem áhuga hafa að geta tekið þátt.
�?að er mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að hafa sem flesta valkosti í Alþingiskosningunum í vor. �?á er einnig mikilvægt að við eigum sem flesta fulltrúa á þingi næsta kjörtímabil, því ríkisstjórnir koma og fara svo við þurfum að hafa sem greiðastan aðgang að þingmönnum úr sem flestum flokkum.
Af þessum sökum vil ég hvetja alla Eyjamenn sem tök hafa á til að mæta í Alþýðuhúsið milli 10 og 18 næsta laugardag og taka þátt í að velja lista Framsóknarflokksins.
Sigurður E. Vilhelmsson
Formaður Framsóknarfélags Vestmannaeyja
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst