Það er svolítið skrítið að horfa á alla umræðuna í fjölmiðlum þessa dagana varðandi vandræðaganginn í Landeyjarhöfn og furðulegar yfirlýsingar sumra þeirra sem komið hafa að málinu, m.a. það að þetta sé allt gosinu að kenna, en eins og flestir Eyjamenn vita sem fylgjast með mínum skrifum, þá hef ég frá upphafi sett fram ýmsar athugasemdir vaðandi þessa framkvæmd, einfaldlega vegna þess að ég er sannfærður um það að framtíðar samgöngum okkar Eyjamanna sé ekki best varið með Bakkafjöru.