Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina HREKKJAL�?MAF�?LAGIÐ, Prakkarastrik og púðurkerlingar en bókin er skrifuð af Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni og kemur í verslanir 20 nóvember nk.. Í bókinni er fjallað um þann jarðveg sem glettni og skemmtilegur andi Eyjamanna er sprottin úr. �?á er saga Hrekkjalómafélagsins í 20 rakin í máli og myndum. Reynt er að varpa fram þeirri gleði og stemningu sem ríkti í félaginu og þeim anda sem var í samfélaginu á þessum tíma. �?á eru sögur af orginal hrekkjalómum meins og Jóni Berg Halldórssyni og Sigurði Sigurðssyni, Didda í Svanhól og fleiri góðum mönnum. Einnig er kafli um ýkjusögur frá Eyjum sem eru mjög skemmtilegar og lýsa því hvernig sögur �??lagast�?? í meðförum annarra.
Á bókakápu segir; Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum var landsfrægt fyrir prakkaraskap og frumleg uppátæki. Sjálfur bæjarstjórinn, forstjórar og ýmsir frammámenn í Eyjum voru fundvísir á frumlega hrekki og létu ekkert tækifæri ónotað til að stríða samferðamönnum og gera tilveruna aðeins léttbærari. Blaðurfulltrúi félagsins Ásmundur Friðriksson leysir loksins frá skjóðunni. Hrekkjalómur lagðist undir rúm brúhjóna á brúðkaupsnóttinni. Halli í Turninum fræ ís í tonnatali. Bæjarstjórahjónum er gert rúmrusk. Maggi Kristins útgerðarmaður �??býður�?? öllum Eyjabúum í afmæli sitt.
Geir Jón �?órisson lögregluþjónn handtekur formann Hrekkjalómafélagsins. Sjálfvirkur sleppibúnaður er kynntur til sögunnar með kjaftshöggi. �?ssur Skarphéðinsson skartar skófari á rassinum. Bæjarstjórinn prófar sjónvarpssíma. Aflaskipstjóri leikur á fakír og gengur berfættur yfir flöskubrot. Sýslumaðurinn er flengdur með svipu á Skötukvöldi. Frómakærir sómamenn eru kjörnir �??Klámkóngar Eyjanna.�?? �?á fá lesendur að kynnast nokkrum hrekkjalómum utan félags og fræknum ýkjumeisturum.
Höfundur bókarinnar verður með kynningu á bókinni í Safnahúsinu í Eyjum sunnudaginn 22. Nóvember kl. 15.30 og þar verður lesið úr bókinni, flutt tónlist og ýmsilegt annað óvænt sem kemur í ljós síðar þegar dagskráin verður formlega auglýst.