Í samtali við Eyjafréttir fyrir helgi sagði dr. Erpur Snær Hansen, sviðstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, í samtali við blaðamann að ábúð lundahola í Eyjum í ár væri nálægt meðaltali sl. 10 ára, þ.e. að orpið hafði verið í 55% varphola. �??�?essi ábúð er töluvert lægri en á Norður- og Austurlandi þar sem hún hefur verið um 80% að meðaltali á sama tíma. Um þriðjungur varp mjög seint í Eyjum í ár eða eftir júlílok og er varpið almennt seint á ferðinni.�??
Eftir 2005 hefur varpið ekki verið svo seint á ferðinni allt tímabilið 1953-2005. �??Líklegt er að þetta tengist að einhverju leyti mikilli seinkun í vorþörungablómanum í hafinu sem hefur verið mjög seint á ferð síðan 2005. Fyrirhugað er að athuga varpholur í næstu viku til að sjá hvernig pysjunum gengur að lifa og vaxa. Ef afföll eru lítil frá því í lok júlí stefnir í þokkalegan varpárangur í ár eða að um 73% eggja muni framleiða unga á væng. Viðkoma sem mælir ungaframleiðslu á holu yrði þannig svipuð og tvö sl. ár eða um 0,40 pysjur á varpholu. Pysjurnar ættu flestar að fljúga í september en þær síðbúnu í október.�??
Árgangar með háa meðalþyngd endurveiðast allt að fimmfalt meira
Samkvæmt Erpi hefur fæðuburður verið vel sýnilegur allan varptímann og fæða almennt fjölbreytt. �??Rauða sæveslan er þar mest áberandi en einnig ljósáta sem er orkuminni fæða. Meðalþyngd pysja hefur verið lægri eftir 2005 samanborið við meðalþyngd 1996-2005. Merkingagögn sýna skýrt að árgangar með háa meðalþyngd endurveiðast u.þ.b. fimmfalt meira en árgangar með lága meðalþyngd og endurspeglar endurveiðihlutfallið afföll á fyrsta ári í lífi þeirra. �?annig að afföll á ungfuglum á sínu fyrsta ári eftir 2005 hafa líklega verið í hærra lagi.�??
Lundastofninn á Suður- og Vesturlandi hefur sömuleiðis minnkað um fjórðung síðan 2003 miðað við viðkomumælingar Náttúrustofu Suðurlands. �??�?að er hinsvegar lágmarkstala þar sem lækkaðar lífslíkur fyrsta árs fugla auka þessa fækkun enn meir. Meðalsjávarhiti við Eyjar hefur verið að lækka undanfarin ár, sérstaklega að sumarlagi (apríl-ágúst). Meðalhiti að vetri er nú svipaður og á síðasta sjávarhlýskeiði 1930-1965, en lækkunin á sumarhitanum nú er svipuð og gerist um 1948, en þá tók viðkoma lunda að braggast eftir að hafa verið léleg frá 1930. �?að má nefna það í þessu sambandi að makríllinn var áberandi á tímabilinu 1930-1948 en hætti að ganga inn á landgrunnið þegar svipuðum sumarmeðalhita var náð eins og er nú,�?? sagði Erpur.
Ástandið svipað og síðustu ár
Ástand lundastofnsins umhverfis landið segir Erpur að sé í aðalatriðum svipað og síðustu tvö ár, þokkalegt fyrir norðan, en ekki eins gott við Austurland. �??Stóru tíðindin eru þau að sandsíli var ríkjandi fæða í Faxaflóa í ár, en síli sáust þar einnig í fyrra. Varpárangur var ágætur þar í fyrsta sinn frá því við hófum mælingar 2010, og skilur Vesturlandið sig nú frá Suðurlandi sem höfðu nokkuð samstíga viðkomutölur. Næstu ár verða spennandi varðandi hvort sílið muni ná sér á strik aftur, en um það snýst málið.�??
Búið að kortleggja ferðir 11 sjófuglategunda
Fyrir áhugasama er rétt að benda á Facebook síðu Náttúrustofu Suðurlands þar sem skýrt er frá mælingum nokkurn veginn í rauntíma. �??Einnig má benda á vefsjá SEATRACK verkefnisins sem var opnuð í vor http://seatrack.seapop.no/map/ en þar er að finna vetrarútbreiðslu 11 sjófuglategunda samkvæmt dægurritum, tækjum sem hafa verið sett á varpfugla undanfarin ár í fjölda byggða í NA-Atlantshafi og skrá daglega staðsetningu fuglanna. Náttúrustofa Suðurlands hefur séð um ásetningu dægurrita á lunda hérlendis í þessu alþjóðlega samstarfsverkefni sem er stýrt af Norðmönnum. Rétt er að vekja athygli á því að mögulegt er að kalla fram útbreiðslukort frá mismunandi byggðum, árstímum og árum fyrir hverja tegund og blandar �??rauði +�?? takkinn saman kortum,�?? sagði Erpur að lokum um þetta skemmtilega og fróðlega framtak.