Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hefur sagt af sér ráðherraembætti. Ásthildur er jafnframt fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Síðdegis í dag var greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilt. Þau eignuðust barn saman.
„Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var yngri en ég, sextán ára,“ segir Ásthildur í samtali við Vísi. Fram kmeur í fréttinni að Ásthildur hyggist sitja áfram á þingi.
Nánar má lesa um málið hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst