„Við erum í heildarendurskoðun á málefnum aldraðra. Eitt af því sem við erum að skoða er deiliskipulagning á svæðinu í kringum Hraunbúðir. Hluti af þeirri vinnu er að koma fyrir sex parhúsum í tveimur áföngum á svæðinu fyrir sunnan Hraunbúðir. Fyrir á svæðinu eru tvö fjölbýlishús með 6 íbúðum í hvoru húsi eða samtals 12 íbúðum og þrjú tvöföld parhús með samtals 12 íbúðum,“ er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Elliða Vignisson, bæjarstjóra, í Fréttum í næstu viku.
Hann segir bæjaryfirvöld eiga í viðræðum við áhugasama aðila um byggingu á íbúðum fyrir aldraða niðri í miðbæ.