Þessar vikurnar er unnið hörðum höndum að gagngerum endurbótum á Byggðasafni Vestmannaeyja. Bæði húsið sjálft og öll uppsetning á safngripum tekur algerum stakkaskiptum. Fyrirhugað er að einn básinn á Byggðasafninu verði tileinkaður íþróttasögu Vestmannaeyja. En þar sem lítið er til af af slíkum munum í eigu safnsins, er leitað til þín, lesandi góður. – Er einhver sem á t.d. gamla fótboltaskó, fótbolta með leðurreim, gamla gaddaskó, ýmis frjálsíþróttaáhöld sem komin eru til ára sinna, gamla búninga, gamlar myndir o.þ.h. eða hvað það sem gæti fyllt upp í íþróttasögu Eyjanna.