Áttræð opnar einkasýningu í dag
17. október, 2013
Í dag, fimmtudag kl. 17, verður opnuð myndlistarsýning á verkum Eyjakonunnar Soffíu Björnsdóttur. Sýningin er haldin í Einarsstofu en þetta er fyrsta einkasýning Soffíu. Hún hefur tekið þátt í nemendasýningum nemenda Steinunnar Einars­dóttur en sýnir nú í fyrsta sinn ein. Alls verða 40 verk á sýning­unni en það er ekki á hverjum degi sem áttræður listamaður stígur fram sem listamaður. Blaðamaður Eyjafrétta kíkti í heimsókn til Soffíu og fékk að vita aðeins meira um verkin og sýninguna.
�?að er ekki að sjá að Soffía hafi orðið áttræð í sumar enda ákaflega hress og tók vel á móti blaðamanni, ásamt eiginmanni sínum, Arnari Sighvatssyni sem var þó upptekinn við smíðavinnu. Við eldhúsborðið sat svo lærimeistari Soffíu, Steinunn, sem hefur fylgt Soffíu úr hlaði í myndlistinni. �??�?g hef verið að mála meira og minna síðan ég byrj­aði á námskeiði hjá Steinu árið 1998. Áður fyrr var aldrei neinn kennari til að kenna myndlist hér í Vestmannaeyjum. �?g viðurkenni það reyndar að ég fór með hálfum huga á námskeiðið en hef haft ægilegan áhuga síðan. �?etta er mitt tómstundagaman,�?? sagði Soffía, sem hafði teiknað sem barn og málað lítillega um tvítugt en ekki snert pensilinn síðan vegna anna.
�??�?g byrjaði í í vatnslitum en færði mig svo yfir í olíulitina. �?að er mikill munur á að mála með þess­um tveimur litum. �?egar málað er með vatnslitum má ekki gera nein mistök því ekki er hægt að lagfæra það. Hins vegar hefur maður að­eins meira frjálsræði í olíulitunum því það er alltaf hægt að mála yfir ef eitthvað misferst eða þarfnast breytinga. �?að er skemmtilegra að mála í olíulitunum að mörgu leyti.�??
Viðtalið birtist í heild sinni í Eyjafréttum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst