Það hefur verið góður gangur í kvennaknattspyrnunni í Eyjum. ÍBV liðið tryggði sér um helgina 2. sæti Pepsídeildar kvenna og Eyjastelpan Þórhildur Ólafsdóttir fagnaði Íslandsmeistaratitli með Þór/KA. Þá fagnaði Eyjastelpan Auður Ósk Hlynsdóttir sigri í 1. deild með liði sínu Þrótti.