Vestmannaeyjabær birtir í dag á heimasíðu sinni tilkynningu þar sem auglýst er forvalsútboð á vatnslögn.
Fram kemur að bæjaryfirvöld áformi að kaupa nýja 12,5 km neysluvatnsleiðslu til sjávar frá suðurströnd Íslands til Vestmannaeyja. Kaupandi (Vestmannaeyjabær) óskar eftir verðtilboði í hönnun og framleiðslu á neysluvatnsleiðslu á hafi úti. Forvalsútboðsgögn og nánari upplýsingar má sjá hér.
Aðeins er ein lögn virk sem flytur neysluvatn til Eyja, en hún er löskuð eftir óhapp sem varð þegar akkeri Hugins VE festist í lögninni í nóvember 2023. Áður en til þess kom hafði verið skrifað undir viljayfirlýsingu um nýja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Í viljayfirlýsingunni fólst að ríkið legði fé í lagningu vatnsleiðslunnar sem áætlað var að yrði lögð sumarið 2023. Var það gert í ljósi almannavarna því án vatns yrði flytja flesta íbúa Vestmannaeyja til lands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst