Í Morgunblaðinu í dag auglýsir Ríkiskaup, fyrir hönd Siglingastofnunar eftir þáttakendum í forvali vegna lokaðs útboðs fyrir rekstur ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Í fyrirhuguðu útboði verður boðinn út rekstur á ferjuleiðinni Bakkafjara-Vestmannaeyjar ásamt farþegaaðstöðu á báðum leiðum en athygli vekur að ferjan skuli vera í eigu bjóðanda. Stefnt er á 15 ára samningstíma og að ferjan skuli að lágmarki taka 250 farþega og 45 bíla. Þá er hugsanlegt að rekstur hafnar í Bakkafjöru sé innifalið í verkefninu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst