Þrettándahátíðin verður haldin með pompi og prakt um næstu helgi en af því tilefni hefur verið ákveðið að Herjólfur fari aukaferð næstkomandi föstudag klukkan 23:00 frá Eyjum og að miðnætti úr Landeyjahöfn. Annars er dagskrá helgarinnar að taka á sig mynd en sjálfur Þrettándinn verður haldinn hátíðlegur á föstudagskvöld en á laugardag verður m.a. Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni, tónleikar í Höllinni og margt, margt fleira. Nánari dagskrá og myndband Sighvatar Jónssonar frá Þrettándanum má sjá hér að neðan.