Fjárfesting í fiskeldi aldrei meiri

seidastod_laxey_apr_24_IMG_4538

Fáar atvinnugreinar hér á landi hafa verið í jafn mikilli sókn á undanförnum árum og fiskeldi. Sú mikla uppbygging sem hefur átt sér stað kemur eðlilega ekki til af sjálfu sér enda liggur gríðarleg vinna og fjármagn að baki við skipulag og framkvæmdir af hálfu fyrirtækjanna. Þetta kemur fram kemur í Radarnum – fréttabréfi SFS. […]

Addi í London kveður VSV

Addi_i_london_vsv_is

Addi í London (Ísleifur Arnar Vignisson) á að baki langan og farsælan starfsferil í sjávarútvegnum. Fyrst hjá Fiskiðjunni og síðan hjá Vinnslustöðinni. Hann hefur nú unnið sinn síðasta vinnudag hjá VSV og af því tilefni er litið yfir feril hans í viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Viðtalið má einnig lesa hér að neðan. „Ég varð sjötugur 21. […]

Bærinn og Viska í samstarf um Mey

Vestmannaeyjabær og Viska hafa gert með sér samstarfssamning vegna Mey – kvennaráðstefnu þar sem markmiðið er að styðja við kraft kvenna, efla menningarlíf og lengja ferðaþjónustutímabilið. Samningurinn var af Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Minnu Björk Ágústsdóttur, forstöðumanni Visku, að því er segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Mey var haldin í fyrsta skipti í fyrra […]

Lagnir teknar á land

IMG_4519

Nú standa yfir framkvæmdir við smábátabryggjurnar í Vestmannaeyjahöfn. Búið er að flytja til stórgrýti og nú er verið að moka upp efni. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra er verið að moka til að taka í land frárennslislagnirnar sem búið er að moka fyrir þvert yfir höfnina. Ljósmyndari Eyjar.net smellti meðfylgjandi myndum í gær. (meira…)

Hjólum inn í sumarið…

IMG_4485

Sumarið er á næsta leiti og ekki úr vegi að fara að huga að reiðhjólum og pallasmíði fyrir veðurblíðuna í sumar. Verslun Skipalyftunnar býður upp á úrval reiðhjóla af ýmsum stærðum og gerðum.  Þar má fá hjól og hjálma fyrir börnin, unglingana sem og fullorðna. Einnig má fá pallaefnið og allt sem þarf í pallasmíði […]

Fimm verkefni hljóta styrk

Barn_leikskoli_IMG_1970_minni

Á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja fór deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála bæjarins yfir umsóknir í Þróunarsjóð leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2024. Alls bárust átta umsóknir í sjóðinn þetta árið. Fimm verkefni hljóta styrk að heildarupphæð 4.350.000,-. Í niðurstöðu er umsækjendum þakkað fyrir umsóknirnar, sem verður svarað fyrir 30. apríl nk. eins og reglur sjóðsins […]

Lundinn sestur upp

skuggamynd_lundar

Fyrstu lundarnir settust upp í Vestmannaeyjum í dag. Lundinn sást í og við Kaplagjótu við Dalfjall í kvöld. Í Vestmannaeyjum er ekki síður talað um lundann sem vorboðann ljúfa en lóuna. Lundinn er á sínu vanalega róli, því ef skoðuð eru síðustu ár þá má sjá að hann er að setjast upp á bilinu 13 […]

Einar nýr formaður Ísfélagsins

DSC_6431

Aðalfundur Ísfélags hf. var haldinn í Vestmannaeyjum sem og rafrænt í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að mætt hafi verið fyrir 82,7 % atkvæða á fundinn. Á fundinum var samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði 2,57 kr. á hlut eða 2.100.000 milljónir kr. Í stjórn félagsins voru kjörin: Guðbjörg […]

Lánaður frá HK til ÍBV

eidur-atli_cr

Hinn 22 ára Eiður Atli Rúnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Í tilkynningu frá ÍBV segir að Eiður sé varnarmaður sem er uppalinn hjá HK sem lánar hann til ÍBV, samningur Eiðs við HK rennur út að loknu keppnistímabilinu 2025. Eiður byrjaði alla leiki HK í Lengjubikarnum […]

Petar áfram í Eyjum

Petar_Jokanovic_ibv_min

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Petar, sem er frá Bosníu hefur verið einn af lykilmönnum síðustu ár og meðal annars verið bikarmeistari og nú síðast Íslandsmeistri með ÍBV. Hann er 33 ára og hefur leikið með ÍBV síðan árið 2019. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.