Þurfum að hugsa út fyrir boxið

Stórskipahöfn-í-Klettsvík (1)

Áform bæjaryfirvalda um breytt skipulag á hraunsvæðinu fyrir framan Ystaklett hefur vakið mikil og hörð viðbrögð meðal bæjarbúa. Innsiglingin, sem hingað til hefur vakið hrifningu gesta fyrir náttúrufegurð, mun fá nýja ásýnd. Þungaumferð mun aukast um bæinn, en allar afurðir Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins færu þá um bæinn ásamt gámum til og frá Samskip og Eimskip. […]

Málefni Herjólfs rædd á íbúafundi

bidrod_bbilar_herj_2022

Miðvikudaginn 10.apríl verður haldinn íbúafundur um málefni Herjólfs. Það er Herjólfur ohf. sem boðar fundinn sem verður í Akóges og hefst hann klukkan 17.30. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Fundur opnaður: Páll Scheving, stjórnarformaður Herjólfs ohf. Erindi: Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Pallborð: Umræður og fyrirspurnir. Jóhann Pétursson stýrir fundinum. (meira…)

Takk fyrir mig

Leikfelag_spamalot_20240328_223036

Í gær frumsýndi Leikfélag Vestmannaeyja söngleikinn Spamalot fyrir fullum sal af fólki. Eftirvæntingin skein úr augum fólks fyrir sýningu og þegar tjöldin voru dregin frá hófst þessi líka sýningin. Greinilegt var að leiklistarmennirnir hafi lagt mikla vinnu í verkið, sem hélt áhorfendum við efnið frá fyrstu mínútu. Verkið fjallar um leit Arthúrs konungs og riddara […]

Beitiland og hagaganga

kindur_tms

Búfjárhald, beitiland og hagaganga voru til umfjöllunar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lagði til á fundi ráðsins að hagaganga verði óheimil samkvæmt rauða svæðinu á afstöðumyndinni sem sjá má hér að neðan. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið samþykki erindið og felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs […]

Fjölmargir leituðu að páskaeggjum

DSC_5708

Fjölmennt var á Skansinum í dag þar sem leitað var að páskaeggjum á svæðinu. Það er Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum sem stendur fyrir viðburðinum ár hvert á skírdag. Veðrið lék við leitarfólk og fjölmenntu barnafjölskyldur sérstaklega. Ljósmyndarar Eyjar.net voru á svæðinu og má sjá myndasyrpu þeirra hér að neðan. (meira…)

Ingó í Alþýðuhúsinu – myndir

DSC_5637

Ingó Veðurguð var með hörku gigg í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi. Uppselt var á tónleikana og lék Ingó öll sín bestu lög í bland við gamla góða slagara. Á milli laga sagði Ingó skemmtilegar sögur, sem féllu vel í kramið. Að sjálfsögðu var svo endað á þjóðhátíðarlaginu “Takk fyrir mig” en það var tæpum þremur tímum […]

Níu lundar til Englands

Líkt og kom fram hér á Eyjar.net í gær stendur til að flytja nokkra sjúka lunda frá sædýrasafni Sea Life Trust í Eyjum til Bretlands. Að sögn Þóru Gísladóttur, rekstrarstjóra Sea Life Trust í Vestmannaeyjum er verið að fara að flytja nokkra lunda til Cornwall í Englandi. Höfum bara leyfi til að vera með ákveðin […]

Frumsýna söngleikinn Spamalot

spamalot_verk_lv_fb

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir í kvöld söngleikinn Spamalot, en æft hefur verið af krafti undanfarnar vikur fyrir söngleikinn. Fjallar verkið um leit Arthúrs konungs og riddara hringborðsins að hinu helga grali, en breska tón- og leikskáldið Eric Idle vann söngleikinn upp úr kvikmyndinni Monty Python and the Holy Grail árið 2004, en þá mynd gerði Eric […]

Listamenn léku saman á Píanó

DSC_5604

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar héldu tónleika í safnaðarheimili Landakirkju í gærkvöldi. Þar léku þær fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Samkvæmt tíðindamanni Eyjar.net voru hljómleikarnir stórgóðir þar sem 50 manns mættu og nutu tónverkana. (meira…)

Áfram fimm ferðir á dag

herj_fani

Herjólfur ohf. hefur gefið út siglingaáætlun út páskadag, áfram verða sigldar fimm ferðir á dag milli lands og Eyja. Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun út sunnudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 18:15, 20:45, 23:15. Hvað varðar siglingar fyrir mánudag (1.apríl), verður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.