Birna Berg áfram í Eyjum

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum. Birna hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið einn af lykil-leikmönnum liðsins, en liðið varð bæði bikar- og deildarmeistari á síðasta tímabili. Í tilkynningunni segir að þetta sé gríðalegt ánægjuefni og er […]
Loðin svör Orkustofnunar til Eyjamanna

Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp og miðla þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orku-, auðlinda-, og loftslagsmála. Þannig getur stofnunin stuðlað að upplýstri umræðu og verið leiðandi í opinberri umræðu um þessi málefni. Markmiðið er að auka skilning á orkumálum og skapa traust milli almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og stjórnvalda. Ofangreindan texta […]
Málið tekið aftur upp í haust

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru heimgreiðslur sveitarfélagsins til umfjöllunar. Þar voru lagðar fram bókanir af bæði minni- og meirihluta um málið. Í bókun frá minnihlutanum segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði hafi ítrekað gert athugasemdir við þá leið sem ákveðin var að fara í þessu máli en þau varnaðarorð voru hunsuð. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka […]
Segja hugmyndir um skattahækkanir óráð fyrir alla þjóðina

Samkeppnishæfar útflutningsgreinar eru grundvöllurinn að lífskjörum þjóðarinnar. Þar gegnir ferðaþjónusta lykilhlutverki, en greinin hefur umbylt efnahag þjóðarinnar á undanförnum 15 árum. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu voru 598 milljarðar króna á síðasta ári og greinin stóð undir 32% af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Í ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var á dögunum segir að mikilvægt sé að […]
Herjólfur kemst fleiri ferðir

Síðustu sólarhringa hefur verið unnið við dýpkun á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn. Nú hefur Herjólfur ohf. gefið út siglingaáætlun fyrir næstu daga, þar sem sigldar verða fimm ferðir og fjölgar þar með um eina ferð frá núgildandi áætlun. Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun miðvikudag til föstudags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, […]
Óstaðbundin störf stuðla að búsetufrelsi

Mögulegt væri að auglýsa 12% starfa hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem óstaðbundin. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði fyrir framkvæmdahóp um innleiðingu stefnu stjórnvalda um óstaðbundin störf. Í könnuninni komu einnig fram áhyggjur stjórnenda af auknum kostnaði sem óstaðbundin störf gætu haft í för með sér. Í tilkynningu frá […]
Píanótónleikar

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur […]
Sótt um leyfi fyrir kerjahúsi, steypustöð, fjarskipta-mastri og einbýlishúsi

Fjögur mál voru á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar í liðinni viku. Tekið var fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Laxey ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir sveltikerjahúsi, 2169,1m² að stærð. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið. Þá sótti Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, og var það […]
Leitað að páskaeggjum á skírdag

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður haldin á skírdag, 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Treysta þingmönnum til að fylgja kröfunum eftir

Haldinn var íbúafundur um samgöngumál þann 13. mars síðastliðinn. Innviðaráðherra og vegamálastjóri fluttu erindi um stöðu samgangna við Vestmannaeyjar. Fram kom á fundinum að ríkisstyrkt flug er komið í útboðsferli og hefst það næsta vetur en það er til þriggja ára. Farið var yfir samgöngumálin á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Hugmynd að færa ós […]