Birna Berg áfram í Eyjum

DSC_5143

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá klúbbnum. Birna hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið einn af lykil-leikmönnum liðsins, en liðið varð bæði bikar- og deildarmeistari á síðasta tímabili. Í tilkynningunni segir að þetta sé gríðalegt ánægjuefni og er […]

Loðin svör Orkustofnunar til Eyjamanna

veitur_hs

Orkustofnun leggur áherslu á að byggja upp og miðla þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orku-, auðlinda-, og loftslagsmála. Þannig getur stofnunin stuðlað að upplýstri umræðu og verið leiðandi í opinberri umræðu um þessi málefni. Markmiðið er að auka skilning á orkumálum og skapa traust milli almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og stjórnvalda.  Ofangreindan texta […]

Málið tekið aftur upp í haust

barn_almennt_foreldri

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja voru heimgreiðslur sveitarfélagsins til umfjöllunar. Þar voru lagðar fram bókanir af bæði minni- og meirihluta um málið. Í bókun frá minnihlutanum segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði hafi ítrekað gert athugasemdir við þá leið sem ákveðin var að fara í þessu máli en þau varnaðarorð voru hunsuð. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka […]

Segja hugmyndir um skattahækkanir óráð fyrir alla þjóðina

saf_adalfundur_2024-2_min

Samkeppnishæfar útflutningsgreinar eru grundvöllurinn að lífskjörum þjóðarinnar. Þar gegnir ferðaþjónusta lykilhlutverki, en greinin hefur umbylt efnahag þjóðarinnar á undanförnum 15 árum. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu voru 598 milljarðar króna á síðasta ári og greinin stóð undir 32% af heildarútflutningi vöru og þjónustu. Í ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var á dögunum segir að mikilvægt sé að […]

Herjólfur kemst fleiri ferðir

herjo_inns

Síðustu sólarhringa hefur verið unnið við dýpkun á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn. Nú hefur Herjólfur ohf. gefið út siglingaáætlun fyrir næstu daga, þar sem sigldar verða fimm ferðir og fjölgar þar með um eina ferð frá núgildandi áætlun. Í tilkynningunni segir: Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eftirfarandi áætlun miðvikudag til föstudags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, […]

Óstaðbundin störf stuðla að búsetufrelsi

fartolva_blad_minni-2.jpg

Mögulegt væri að auglýsa 12% starfa hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem óstaðbundin. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði fyrir framkvæmdahóp um innleiðingu stefnu stjórnvalda um óstaðbundin störf. Í könnuninni komu einnig fram áhyggjur stjórnenda af auknum kostnaði sem óstaðbundin störf gætu haft í för með sér. Í tilkynningu frá […]

Píanótónleikar

piano_tms_tonlist_2

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur […]

Sótt um leyfi fyrir kerjahúsi, steypustöð, fjarskipta-mastri og einbýlishúsi

smidir_idnadarmenn_bygging

Fjögur mál voru á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar í liðinni viku. Tekið var fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Laxey ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir sveltikerjahúsi, 2169,1m² að stærð. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið. Þá sótti Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, og var það […]

Leitað að páskaeggjum á skírdag

virki_skans_20210307

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður haldin á skírdag, 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)

Treysta þingmönnum til að fylgja kröfunum eftir

DSC_4961

Haldinn var íbúafundur um samgöngumál þann 13. mars síðastliðinn. Innviðaráðherra og vegamálastjóri fluttu erindi um stöðu samgangna við Vestmannaeyjar. Fram kom á fundinum að ríkisstyrkt flug er komið í útboðsferli og hefst það næsta vetur en það er til þriggja ára. Farið var yfir samgöngumálin á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Hugmynd að færa ós […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.