Kántrý í Alþýðuhúsinu – myndir

DSC_5039

Banda­ríski kú­rek­inn og tón­list­armaður­inn Sterl­ing Dra­ke bauð upp á tón­leika í Alþýðuhús­inu í gær. Þar flutti hann ekta kántrý tónlist bæði eftir frumsamið sem og nokkur af hans uppáhalds lögum. Sterl­ing Dra­ke vinn­ur jöfn­um hönd­um sem kú­reki í Mont­ana og sem tón­list­armaður í Nashville. Fyrstu tónleikarnir hér á landi voru á Ölver á fimmtudaginn og […]

ÍBV fær Fram í heimsókn

sunna_ibv_kv_valur_opf_2023

Næstsíðasta umferð Olís deildar hvenna verður leikin í dag, laugardag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Fram. Fram í öðru sæti deildarinnar með 28 stig, jafnmörg og Haukar sem mæta toppliði Vals í dag. ÍBV kemur svo í fjórða sæti með 22 stig og ljóst að liðið endar í því sæti. Allir leikir dagsins hefjast […]

Munar mest um ferskar afurðir

DSC_2548

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,3 milljörðum króna í febrúar samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er tæplega 5% aukning í krónum talið miðað við febrúar í fyrra. Þar sem gengi krónunnar var um 3% sterkara í febrúar en í sama mánuði í fyrra er aukningin nokkuð meiri í erlendri mynt, eða […]

Áfram siglt á flóði

hebb_nyr_2020.jpg

Herjólfur siglir eftir sjávarföllum á flóði til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00 (Sameinuð ferð 17:00 og 19:30).  Brottför frá Landeyjahöfn kl. 19:30 (Ferð kl. 20:45).   Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 18:15 eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína, segir […]

Nýr formaður HS Veitna

HS_veitur_24_20240226_144125

Aðalfundur HS Veitna var haldinn á miðvikudaginn sl. í Reykjanesbæ. Fram kemur á vefsíðu fyritæksins að 100% mæting hafi verið fyrir hönd hluthafa. Formaður stjórnar, Jóhann Friðrik flutti skýrslu ásamt forstjóra sem fór yfir það helsta í rekstri fyrirtækisins á síðasta ári. Fjallaði hann meðal annars um sterka fjárhagsstöðu félagsins og áframhaldandi góðar rekstrarhorfur þrátt […]

Hátt í 50 tonn á veiðidag

20220921_Vestmannaey_kor_22

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE hafa fiskað vel að undanförnu og bæði skip lönduðu fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á heimasíðu Síldarvinnslunnar. “Það er góð vertíðarveiði þessa dagana. Það gengur vel að fá í skipin og það líður ekki langur tími á milli landana. Bergur […]

Viðaukar samþykktir

Yfir_eyjar_20200727_173620_TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs voru samþykktir samhljóða fjórir viðaukar við fjárhagsáætlun 2023. Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2023 vegna Náttúrustofu Suðurlands lagður fram og er tilkominn vegna hækkunar ríkisins á framlagi til Náttúrustofu sem leiðir einnig af sér hækkun á framlagi frá Vestmannaeyjabæ. Upphæðin er 1,8 m.kr. sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2023 með innri færslum. […]

Er íslensk orka til heimabrúks?

iris_ibuafundur_IMG_8930_lagf_24

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum boða til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög. Málþingið fer fram í dag kl. 08:30-11:40. Hér að neðan má finna hlekk á útsendinguna frá þinginu. Er íslensk orka til heimabrúks? – Samband íslenskra sveitarfélaga   8:30 SetningÍris […]

Nýtt efni frá Molda ásamt Kvenna- og Karlakór Vestmannaeyja

molda_mynd_Brynja Eldon

Molda kom fram á Eyjatónleikunum ” Lífið er ljúft ” í Eldborg þann 27. janúar sl. Slor og skítur var eitt laganna sem Molda flutti á tónleikunum ásamt Kvenna- og Karlakór Vestmannaeyja, segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Mix og hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson. Mastering : Jóhann Ásmundsson. Hér má nálgast lagið á Spotify: Slor og skítur […]

Bærinn undirbýr málsvörn

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Vestmannaeyjabær undirbýr nú kröfur til óbyggðanefndar í allt það landsvæði á Heimaey, auk eyja og skerja sem tilheyra Vestmannaeyjum og fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert kröfu í. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið muni ráða lögfræðinga til að fara með kröfur Vestmannaeyjabæjar í málinu en allur málskostnaður er greiddur af ríkinu. Þá mun Kári Bjarnason, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.