Eiður Aron kveður ÍBV

ÍBV Íþróttafélag, knattspyrnudeild og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi að ljúka sínu samstarfi og um leið rifta samningi hans við félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þar segir jafnframt að ÍBV Íþróttafélag þakki Eið Aron fyrir samstarfið og framlagi hans til félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framhaldinu. […]

Spólað í sömu hjólförum

Í gær var haldinn borgarafundur um samgöngur milli lands og Eyja. Á meðan frummælendur fóru yfir nýtingu Landeyjahafnar og vangaveltur um hvað mögulega væri hægt að gera rifjuðust upp fyrir mér nokkur ummæli m.a. forvera þeirra sem töluðu. Loforð um bót og betrun. Brostin loforð Undirritaður nýtti því tímann á fundinum í að goggla þessu fögru […]

Bærinn í blíðu

yfir_baeinn_hbh_skjask_24_min

Halldór B. Halldórsson fer á flug um Eyjana í þessu skemmtilega myndbandi sem tekið var í blíðunni í gær. (meira…)

Fullt út úr dyrum á íbúafundi

DSC_4928

Eins og við var að búast þá var nánast fullt út úr dyrum á íbúafundi um samgöngur sem haldinn var í Akóges í gær. Á þriðja hundrað manns mættu og á annað hundrað manns fylgdust með beinu streymi. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar sátu fyrir svörum auk Fannars Gíslasonar, forstöðumanns hafnadeildar […]

Tónleikar á laugardag

ludra

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ætla að bjóða til tónleika í safnaðarheimili Landakirkju laugardaginn 16.mars kl.16.00. Um er að ræða snarpa tónleika þar sem efnisskráin verður byggð upp á léttum íslenskum og breskum lögum að þessu sinni en sveitirnar héldu tónleika með svipuðu sniði í fyrra, bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og var gerður góður […]

Tvö atriði frá Eyjum í úrslit Músíktilrauna

thogn_ads

Á sunnudaginn sl. hófust Músíktilraunir í Hörpu. Alls kepptu fjörutíu og þrjár hljómsveitir í Músíktilraunum í ár og yfir hundrað frumsamin lög flutt. Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Undanúrslit 2024 voru 10.-13. mars í Norðurljósum, Hörpu og verða úrslit keppninar þann 16. mars á sama stað. Fram kemur á heimasíðu keppninnar […]

Íbúafundur í beinni

SIJ_TMS_IMG_9492_min

Líkt og áður hefur verið komið inn á hér á Eyjar.net verður borgarafundur með innviðaráðherra, vegamálastjóra og bæjarstjóra Vestmannaeyja í Akóges í kvöld. Hefst fundurinn klukkan 19.30 og er fólk hvatt til að fjölmenna. Fyrir þá sem ekki komast má horfa á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Þess má geta að ekki var […]

„Þarf að fara að láta verkin tala“

Herj_landey_IMG_5717

Í kvöld verður farið yfir samgöngumál Eyjamanna á fundi í Akóges. Mikið hitamál sem flestir bæjarbúar hafa sterkar skoðanir á. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður var eini þingmaðurinn sem til Eyja var mættur þegar til stóð að funda í lok janúar. Hann hefur lengi talað máli Eyjamanna í því sem betur má fara í samgöngumálunum. Ritstjóri Eyjar.net […]

Fótboltaskóli fyrir krakka á Víkinni og á leikskóla

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn helgina 23-24. mars nk. kl 11:30-12:30 báða dagana. Fótboltaskólinn er fyrir krakka fædda 2018, 2019 og 2020. Allir þáttakendur fá gefins páskaegg. Verð er aðeins 2.500 kr. Stjórnandi skólans verður Hermann Hreiðarsson og munu leikmenn og þjálfarar mfl karla stjórna æfingum. Skráningafrestur er til 15. mars og […]

Fundað um samgöngur – taka 2

Samgöngur við Eyjar verða í brennidepli á íbúafundi sem haldinn verður í Akóges í kvöld. Upphaflega átti að funda um þetta brýna málefni í lok janúar, en vegna samgöngutruflana þá þurfti að fresta fundinum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri opnar fundinn og í kjölfarið verða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar með erindi. Í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.