Fótboltaskóli ÍBV og HKK

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn páskavikuna, 25-27. mars nk. en þá verður frí í skóla sem og á æfingum. Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum, segir í frétt á vefsíðu ÍBV. Fótboltaskólinn er fyrir krakka í 1-8. bekk og fá allir […]
Í startholunum í Eyjum

Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Greint er frá því á fréttavefnum Vísi að skip Ísfélagsins, Heimaey VE sé haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef vísbendingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. Í fréttinni er haft eftir Birki Bárðarsyni […]
Ráðast í aðgerðir í þágu öflugri fjölmiðla

Drög að stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 og aðgerðaráætlun henni tengdri hafa verið birt í samráðsgátt. Um er að ræða fyrstu opinberu stefnu um málefni fjölmiðla á Íslandi. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að með stefnunni sé mótuð framtíðarsýn og skilgreindar lykiláherslur á málefnasviði fjölmiðla með það að markmiði að efla […]
Hætt við hafnarkant við Löngu

Breytt aðalskipulag Vestmannaeyja var tekið fyrir að nýju á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í vikunni. Um er að ræða nýja reiti fyrir hafnarsvæði. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur. Ferli aðalskipulagsbreytinga er skipt upp í fjóra fasa og getur tekið um 6-12 […]
Horft til páska á Aglow samveru

Aglow samvera verður í kvöld, miðvikudaginn 6. mars kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Yfirskrift fundarins verður: HORFT TIL PÁSKA, því það styttist í páska. Núna er tími þar sem við skoðum merkingu og innihald krossdauða Jesú Krists. Dauði Krists hefur sætt okkur við Guð og gefið okkur nýtt upphaf. Aðalatriði föstutímans er ekki hvað maður neitar sér um […]
Starfslok óbyggðanefndar til meðferðar í þinginu

Í gær var lögð fram á Alþingi breytingartillaga við frumvarp til laga um breytingar á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Meðal annars starfslok óbyggðanefndar o.fl. Tillagan kom fram frá fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Teiti Birni Einarssyni, Jóni Gunnarssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Birgi Þórarinssyni og Óla Birni Kárasyni. Á þingfundi í gær mælti […]
Final Four hefst í kvöld

Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni karla – Powerade bikarnum. Í fyrri leiknum mætast ÍBV og Haukar, og hefst hann klukkan 18.00. Miðasala er í fullum gangi á miðasöluappinu Stubbur. Þá verður stuðningsmanna hittingur hjá Eyjamönnum á Ölver frá kl.15:30. Báðir leikirnir verða í beinni á RÚV 2. Leikir kvöldsins: Dagur Tími Leikur 06. […]
Framtíðarsýn

Að undanförnu hefur verið mikil umræða um hugsanlegar breytingar á Vestmannaeyjahöfn, bæði við Löngu og austur í Brimnesfjöru með garði út fyrir Klettsnef, á fésbókinni og fékk ég fyrir nokkru síðan þá spurningu hver mín framtíðarsýn væri á þessum svæðum sem og öðrum sem tengjast höfninni. Að mörgu leyti skil ég vel þá skoðun sumra […]
Nýtt merki Þjóðhátíðar hannað af Daða

Skömmu fyrir áramót efndi Þjóðhátíðarnefnd til samkeppni um merki Þjóðhátíðar. Dómnefnd fékk sendar tillögur frá þremur aðilum, að því er segir í frétt á vefsíðu ÍBV. Nefndin tók sér sinn tíma í að velja, enda tillögurnar allar góðar og merkið í ár nokkuð merkilegt þar sem 150 ár eru frá því að við héldum hátíðina […]
Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning kl. 06:00 í fyrramálið. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma […]