Byggðastofnun sterkur bakhjarl

„Byggðastofnun hefur sýnt í verki að stofnunin er öflugur bakhjarl við nýsköpun og fjármögnun atvinnulífsins á landsbyggðinni.“ segir Hrafn Sævaldsson fjármálastjóri Laxeyjar sem er að reisa eina fullkomnustu seiðaeldisstöð í heimi. Fulltrúar fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar heimsóttu fyrir stuttu fyrirtækið Laxey ehf. í Vestmannaeyjum og er heimsókninni gerð skil á vefsíðu stofnunarinnar. Ein fullkomnusta seiðaeldisstöð í heimi […]
Frátafir í Landeyjahöfn

Eyjar.net óskaði á dögunum eftir gögnum frá Vegagerðinni er varða sundurliðun á siglingum Herjólfs. Þ.e. í hvaða höfn ferjan sigldi og hverjar séu mögulegar ástæður frátafar. Vegagerðin stillir tímabilunum þannig upp nú – að hvert tímabil nær frá 1. apríl hvers árs til 31. mars næsta árs. Er þetta gert svo veturinn sé í heild […]
Fundað um samgöngur

Samgöngur við Eyjar verða í brennidepli á íbúafundi sem haldinn verður í Höllinni í kvöld. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri opnar fundinn og í kjölfarið verða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar með erindi. Fram kom hjá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra að hún hafi sent fundarboð á alla þingmenn Suðurkjördæmis og alla þingmenn í umhverfis- […]
Stóra sviðið þakkar fyrir sig!

Eyjónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld fyrir troðfullu húsi. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að óhætt sé að segja að sjaldan eða aldrei hafi önnur eins orka verið í þessum glæsilega sal og tónleikarnir tókust með miklum ágætum. „Allir listamenn stóðu vel fyrir sínu og Eyjafólkið okkar var frábært. Sérstakar þakkir færum við […]
Skráning hafin í Lífshlaupið

Skráning er hafin í Lífshlaupið 2024 – landskeppni í hreyfingu, og verður hún ræst í sautjánda sinn miðvikudaginn 7. febrúar nk. Vinnustaðakeppnin stendur frá 7. – 27. febrúar en grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 7. – 20. febrúar. Það er því um að gera að skrá sig og huga að því hvað vinnustaðurinn eða skólinn getur […]
Þurfum svör, aðgerðir og framtíðarsýn

Næstkomandi þriðjudag verður haldinn íbúafundur um samgöngur milli lands og Eyja. Þar mæta m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri greinir frá því á facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi sent fundarboð á alla þingmenn Suðurkjördæmis og alla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. „Samgöngur eru gríðarlega mikilvægt hagsmunamál […]
Fallegt vetrarveður

Hægt er að tala um að í dag sé fallegt vetrarveður í Eyjum. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar, sem fór um Heimaey fyrr í dag. (meira…)
Skoða leiðir til aðstoðar Grindvíkingum

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í liðinni viku var umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra. Þar var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga: Mikil óvissa ríkir um þróun mála í Grindavík eins og staðan er í dag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram um einhvern tíma. Áríðandi er að leysa […]
Ingi sagður íhuga framboð

78. ársþing KSÍ verður haldið í Reykjavík þann 24. febrúar næstkomandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, hefur þegar tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá sambandinu. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður eru þeir einu sem hafa staðfest framboð til formanns, en framboðsfrestur rennur út þann 10. febrúar. Vefmiðillinn Fótbolti.net […]
Niðurgreiðslur milda hækkanir

Hækkanir á gjaldskrá HS Veitna hafa verið í hámæli í Eyjum undanfarna daga. Eyjar.net hefur gert málinu góð skil og mun halda því áfram í næstu viku. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri gerir málið að umtalsefni á facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún að bæjarráð Vestmannaeyja hafi mótmælt harðlega hækkunum á húshitunarkostnaði í Eyjum og óskað […]