Samgöngur við Eyjar verða í brennidepli á íbúafundi sem haldinn verður í Höllinni í kvöld.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri opnar fundinn og í kjölfarið verða Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar með erindi.
Fram kom hjá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra að hún hafi sent fundarboð á alla þingmenn Suðurkjördæmis og alla þingmenn í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins.
Fundurinn hefst kl. 19:30 og eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna.
https://eyjar.net/thurfum-svor-adgerdir-og-framtidarsyn/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst