Forseti Íslands tekur þátt

Fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins er framundan í Eyjum en The Puffin Run verður haldið í sjöunda sinn á laugardaginn. Magnús Bragason, er einn af forsprökkum hlaupsins. Hann segir í samtali við Eyjar.net að skráðir keppendur sé 1.370 sem er metþátttaka. „Búist er við að yfir 2.000 manns komi til Vestmannaeyja um helgina vegna viðburðarins. Meðal […]
Síðasta ferð fimmtudagsins felld niður

Ferðir Herjólfs kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn falla niður næstkomandi fimmtudag þar sem skipta á út kojum fyrir sæti í einum af sal ferjunnar. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. (meira…)
Stelpurnar sækja Val heim

Þriðji leikur Vals og ÍBV í undanúrslita-einvígi Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld. Leikið er að Hlíðarenda. Eyjaliðið með vindinn í fangið. Staðan 2-0 í einvíginu og því verður ÍBV að sigra í kvöld ef liðið ætlar sér lengra í keppninni. Hópferð er með 17:00 ferð Herjólfs og til baka 23:15 og má nálgast frekari […]
Eyþór Daði með ÍBV út tímabilið

Eyjamaðurinn Eyþór Daði Kjartansson verður áfram í herbúðum ÍBV eftir að hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild til loka árs. Eyþór sem er fjölhæfur 23 ára leikmaður hefur verið að leika vel í háskólaboltanum fyrir Coastal Carolina University. Eyþór lék 5 leiki í Bestu deildinni í fyrra og skoraði í þeim leikjum eitt mark. Einnig […]
Mikill skjátími barna og ungmenna í brennidepli

Áhrif skjátíma á heilsu barna og ungmenna var til umræðu á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál í Stokkhólmi á dögunum. Á fundinum kom fram að meirihluti barna og ungmenna á Norðurlöndum eyðir meira en 3 klukkustundum á dag fyrir framan skjá og í sumum hópum allt að 5-6 klukkustundum. Norrænu ráðherrarnir hafa miklar áhyggjur […]
Framkvæmt við höfnina

Þessa dagana er unnið að setja frárennslislagnir þvert yfir höfnina. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdirnar. Hann sýnir okkur hér hvað fyrir augu bar í dag. https://eyjar.net/lagnir-teknar-a-land/ (meira…)
Dramatískur sigur ÍBV

Það var mikil dramatík í leik FH og ÍBV í Kaplakrika í kvöld. Eyjamenn réru lífróður því allt annað en sigur hefði þýtt sumarfrí fyrir Íslandsmeistarana. Skemmst er frá því að segja að Eyjamenn náðu að afstýra því með glæsibrag. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en undir lokin komust FH-ingar yfir. En Eyjaliðið […]
Ég veit þú kemur

Ferðamenn eru nú teknir að streyma til Eyja, enda komið sumar. Halldór B. Halldórsson fór um eyjuna í dag og sýnir okkur myndband frá ferð sinni, við undirleik Laufeyjar, sem syngur eyjalagið ódauðlega, Ég veit þú kemur. (meira…)
Eyjamenn með bakið upp við vegg

Þriðja viðureign ÍBV og FH fer fram í dag, sunnudag. Leikið er í Kaplakrika, en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir FH-inga. Það er því ekkert annað en sigur sem kemur til greina hjá ÍBV í dag, ef ekki – tekur við sumarfrí hjá liðinu. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að nú sé þörf […]
Kínverjar áhugasamir um göng til Eyja

He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir viðræður standa yfir um beint flug frá Kína til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veruleika á næstu þremur til fimm árum en hann vilji sjá það verða að veruleika fyrr. Þetta kom fram í hádegisverðarboði í kínverska sendiráðinu í vikunni og greint var frá […]