Með hríðskotabyssu í fanginu

asm_fr_ads_23_cr_2

Það eru nokkur ár frá því að Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar á vinstri vængnum „slaufuðu“ mér, vegna umræðu um hælisleitendur. Það gerðu auðvitað fleiri og er ég enn minntur á yfirlýsingar sumra flokksfélaga minna af sama tilefni. Þetta gerðist í kjölfar varnaðarorða minna um óhefta fjölgun hælisleitenda í landinu. Þrátt fyrir það var fjöldi þeirra […]

Hvít jörð í Eyjum

heimaey_ur_lofti_jan_2024_skjask_hbh_minni

Það var hvít jörð sem mætti Eyjamönnum í morgun. Halldór B. Halldórsson fór á stjá í snjónum. Að sjálfsögðu tók hann myndavélina með. Hann sýnir okkur m.a. Heimaey úr lofti, auk þess að heimsækja Hampiðjuna og kíkja á bryggjulífið. https://eyjar.net/sudurey-i-dag/ (meira…)

Talsverð fjölgun tilkynninga

róla-001

Umsjónarfélagsráðgjafi lagði fram – á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja – yfirlit yfir fjölda barnaverndarmála hjá barnaverndarþjónustu Vestmannaeyjabæjar á árinu 2023. Fram kemur að tilkynningar hafi verið 248 árið 2023 sem er talsverð fjölgun frá síðustu árum. Til samanburðar voru þær 197 árið 2022. Árið 2023 er fyrsta ár barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja í breyttri mynd eftir […]

Áfram siglt til Landeyjahafnar á háflóði

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á háflóði mánudag og þriðjudags skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og 19:30 (Áður ferð kl. 17:00) Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:00 og 21:00 (Áður ferðir kl. 10:45 og 20:45) * Ath – Herjólfur kemur til með að bíða eftir farþegum Strætó við 10:00 ferð. Áætlun Strætó passar við […]

Eldgos hafið á Reykjanesi

Um klukkan átta í morgun hófst eldgos á Reykjanesi. Fyrsta mat á staðsetningu er suðsuðaustan við Hagafell. Af fyrstu myndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar hefur sprunga opnast beggja vegna varnargarðanna sem byrjað vara að reisa norðan Grindavíkur. Af myndum að dæma rennur hraun nú í átt að Grindavík. Út frá mælingum úr þyrlu Landhelgisgæslunnar er jaðarinn nú […]

Suðurey í dag

Það er blíða í Eyjum í dag. Halldór B. Halldórsson nýtti blíðuna í drónaflug um Suðurey. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Ný deild byggð við Kirkjugerði

kirkjugerdi_aftan_snjor

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lá fyrir umsókn um byggingarleyfi við Dalhraun 1. Þar sótti Páll Poulsen fh. Vestmannaeyjabæjar um byggingarleyfi fyrir 81 m² skóladeild við leikskólann Kirkjugerði. Var umsóknin sam­þykkt, og tekið fram að nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­i í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við lög um mann­virki. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur […]

Fært á háflóði

Dýpi var mælt í Landeyjahöfn í morgun og ljóst er að dýpi er ekki nægilegt til þess að sigla þangað nema á háflóði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir ennfremur að Álfsnesið sé mætt til dýpkunar en afköstin eru takmörkuð þegar grunnt er í höfninni og sæta þarf færist milli flóðs […]

Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð

yfir_bae_fra_klifi

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja lagði umsjónarfélagsráðgjafi fram yfirlit yfir umfang fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023. Fram kemur að fjöldi einstaklinga og fjölskyldna sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2023 er hærri en ári áður. Hluti af fjölguninni er m.a. tilkoma flóttafólks sem Vestmannaeyjabær tók á móti á árinu 2023. Einnig eru fleiri langtímanotendur fjárhagsaðstoðar nú […]

Dýpið mælt í fyrramálið

User comments

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í fyrramálið, en síðast var það mælt 2.janúar sl. Þá var dýpið um 3 metrar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ef mælingin komi til með að vera í lagi stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð þangað seinnipartinn á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.