KFS vann góðan útisigur

KFS fór á Blönduós í dag og vann góðan 1-2 útisigur á Kormáki/Hvöt. Mörk KFS skoruðu Eyþór Orri og Sigurnýjas Magnússon. KFS er nú í níunda sæti í 3. deildinni með 6 stig, 6 stigum frá toppliðinu, Dalvík/Reyni. (meira…)
Bruggmeistarar BB komu, sáu og sigruðu

Nú um helgina er haldin 10. Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal. Þar safnast saman allir helstu bruggmeistarar Íslands og stilla fram nýrri vöru. Í ár voru 40 bjórar á boðstólnum. Á hátíðinni kjósa gestirnir bestu bjórana, og eins og kynnir hátíðarinnar tók svo skemmtilega fram, þá kemur sigurbjórinn þetta árið, ekki frá Íslandi, heldur Vestmannaeyjum. […]
Ásta Björt komin heim!

Ásta Björt Júlíusdóttir skrifaði í dag undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Ástu þarf ekki að kynna fyrir stuðningsfólki ÍBV enda Eyjakona í húð og hár og lék með félaginu allt þar til fyrir nýafstaðið tímabil. Þá færði hún sig yfir til Hauka og lék með þeim 20 leiki í Olísdeild kvenna í vetur […]
Klaufalegt, en við lærum

Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur fengið erfiða byrjun á tímabilinu. Okkur lá forvitni á að vita hvað okkar eini sanni Hemmi Hreiðars hefði að segja um ástæður þess og framtíðarsýnina. Hemmi er í einlægu viðtali í næsta blaði Eyjafrétta, einnig fengum við reynsluboltann, hana Margréti Láru til að fara yfir stöðuna. Næsta […]
Valur í vandræðum með ÍBV

Litlu munaði að ÍBV stelpurnar hefðu betur í leiknum í dag á móti Val. Sandra Voitane kom ÍBV yfir á 48. mínútu og Valskonur jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Val. Lið ÍBV er nú í 6. sæti deildarinnar, einungis fimm stigum á eftir Val sem er á toppnum. Tölfræði […]
Lokahóf Olís deildarinnar

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag en þar voru veitt verðlaun til þeirra sem þótt hafa skarað fram úr með sinni frammistöðu á keppnistímabilinu. Þjálfarar og leikmenn liða í deildunum kusu að lokinni deildarkeppni. Sunna Jónsdóttir hjá ÍBV var valin besti varnarmaður kvennadeildarinnar. Þetta kemur fram á vef HSÍ. (meira…)
Börn og umhverfi – Rauði Krossinn

Um síðstu helgi fór fram tveggja daga námskeið á vegum Rauða krossins í Arnardrangi. Námskeiðið er haldið á hverju vori fyrir börn á 12. aldursári þar sem þau læra grunnhandtök í skyndihjálp. 11 börn sóttu námskeiðið nú, 9 stúlkur og 2 strákar. Fyrir áhugasama um skyndihjálp er hægt að nálgast skyndihjálpar-appið fyrir Apple- og android […]
Kvennaleikur á morgun

Kvennalið ÍBV í fótbolta á leik við Val á morgun kl. 17:00 á Origo vellinum. Allir á völlinn! (meira…)
Fasteignamat hækkar um 10,3%

Þjóðskrá Íslands hefur birt endurreiknað fasteignamat fyrir 2023. Matið er gert á hverju ári og miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2022 og tekur gildi 31. desember 2022. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár. Fasteignamat á Íslandi hækkar að meðaltali um 19,9%, en í fyrra nam hækkunin einungis 7,4%. Í Vestmannaeyjum hækkar fasteignamat um 10,3% […]
Stormasamt í kringum Ingó Veðurguð

Í frétt á vefnum vísir.is er fjallað um sýknudóm Sindra Þórs Sigríðarsonar Hilmarssonar af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Telur lögmaður Ingólfs að um tímamótadóm sé að ræða þar sem niðurstaðan staðfesti að segja megi hvað sem er um hvern sem er. Ingólfur stefndi Sindra Þór vegna fimm ummæla sem sá síðarnefndi lét falla sumarið 2020. […]