Samræður um heilbrigðismál í Eyjum

Kristrún Frostadóttir heldur opinn fund í Vigtinni bakhúsi Samfylkingin hefur á síðustu vikum haldið 35 opna fundi um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur ýtt úr vör. Nú er komið að Eyjum. Kristrún verður í Vestmannaeyjum miðvikudag 31. maí og […]

Íslandsmeistarar verða krýndir í Vestmannaeyjum í dag

ÍBV tekur á móti Haukuk í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 19:00 í kvöld þar sem sigurliðið mun lyfta Íslandsmeistaratitlinum í lok leiks. ÍBV vann fyrstu tvo leiki liðanna en Haukar hafa unnið síðustu tvo leiki í einvíginu eftir að Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH. Miðasala […]

Stelpurnar fá Tindastól í heimsókn

Það er komið að næsta heimaleik í Bestudeild kvenna en í dag klukkan 17:00 tekur ÍBV á móti Tindastól. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og því má búast við hörku leik á Hásteinsvelli í dag. (meira…)

Elliði í liði mánaðarins í þýsku úrvalsdeildinni

Elliði Snær Viðarsson hefur leikið einstaklega vel með Gummersbach á sínu fyrsta keppnistímabili á ferlinum í efstu deild þýska handknattleiksins. Segja má að Eyjamaðurinn hafi kórónað frábært keppnistímabil í leikjum með Gummersbach í maí og hreinlega farið á kostum. Frammistaðan skilaði Elliða Snæ sæti úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar fyrir maímánuð. Þar af leiðandi stendur valið […]

Harpa Valey í Selfoss

Handbolta landsliðs konan Harpa Valey Gylfadóttir hefur samið við lið Selfoss til þriggja ára þetta kemur fram í tilkynningu frá liðinu í kvöld en liðið kemur til með að leika í Grill66 deildinni á næstu leiktíð. Harpa hefur leikið með ÍBV allan sinn feril, en flytur nú upp á fasta landið til að taka slaginn […]

Skipalyftan ein stærsta Milwaukee verslun á Norðurlöndum

Það verður glatt á hjalla í Skipalyftunni í dag þegar Milwakee dagurinn fer fram. Kynning verður á nýjum vörum og hægt að gera hagstæð kaup á hinum ýmsu tilboðum sem verða í boði. Benedikt sölumaður hjá Verkfærasölunni sagði í samtali við Eyjafréttir að þeir væru að hefja hringferð um landið í Vestmannaeyjum. “Það er mikilvægt fyrir okkur að koma […]

Uppselt á Ásvelli

ÍBV getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í þriðja sinn með sigri á Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 ÍBV í vil en Haukar sigruðu í síðasta leik liðanna í Vestmannaeyjum með sex mörkum. Fari svo að ÍBV vinni hafa allir þrír Íslandsmeistaratitlar félagsins unnist í Hafnarfirði en […]

Tap hjá körlum – Konur í átta liða úrslit

Á meðan ÍBV í Bestu deild karla tapaði 2:1 á útivelli gegn Fylki í dag náðu konurnar að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þær mættu fyrstu deildarliði Grinda­víkur á Hásteinsvelli og var staðan 1:1 að loknum venjulegum leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingu. Það fór því í  víta­keppni og þar skoraði ÍBV […]

Sjómennskan blasti við Óskari Þór eftir starfskynningartúra á Breka VE

„Ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi hvarflað annað að mér en að gera sjómennsku að ævistarfi. Auðvitað var ég sem peyi í kringum pabba og afa í útgerðarstússi þeirra og kynntist engu öðru. Það þurfti ekki einu sinni að ýta við mér til að ég færi sjómannaskólann og kláraði hann!“ Óskar Þór Kristjánsson, […]

Mæta Fylki í Árbænum

Þrír leikir eru spilaðir í 10. umferð Bestu deildar karla í dag en Fylkir og ÍBV mætast klukkan 17:00 í Árbænum. ÍBV liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig úr 8 leikjum. Fylkir er á svipuðum slóðum í níunda sæti með sjö stig. Bæði lið þurfa á stigum að halda til að […]