Kristrún Frostadóttir heldur opinn fund í Vigtinni bakhúsi
Samfylkingin hefur á síðustu vikum haldið 35 opna fundi um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur ýtt úr vör. Nú er komið að Eyjum.
Kristrún verður í Vestmannaeyjum miðvikudag 31. maí og býður til opins fundar um heilbrigðismál í Vigtinni bakhúsi kl. 17:00. Öllum er velkomið að mæta og taka þátt. Frekari upplýsingar á Facebook.
Fyrir opna fundinn mun Kristrún eiga fund með bæjarstjóra Vestmannaeyja og fara í heimsóknir á sjúkrahúsið og á hjúkrunarheimilið Hraunbúðir. Með henni verða fulltrúar úr stýrihópi Samfylkingar um heilbrigðisþjónustu og öldrunarmál.
Kristrún kemur til að hlusta
„Já, ég vildi að ÍBV hefði klárað leikinn á móti Haukum á mánudaginn! En fundurinn byrjar kl. 17:00 og leikurinn ekki fyrr en kl. 19:00 svo að fólk sem hefur áhuga getur þá kíkt við hjá okkur fyrst. Ég veit að heilbrigðismálin brenna svo sannarlega á Eyjamönnum,“ segir Kristrún í fréttatilkynningu.
„Ég er ekki að koma til þess að messa yfir fólki. Þvert á móti, þetta eru alvöru samtalsfundir og núna erum við bara að koma til að hlusta. Þannig fáum við skýrari mynd af því hvað það er í raun sem helst brennur á almenningi í þessum málaflokki. Svo hefur fagfólk líka mætt vel á fundina og þaðan fáum við mikilvæga innsýn sem mun nýtast í vinnunni sem er framundan,“ segir Kristrún sem hélt einnig opinn fund á Vigtinni síðasta haust í aðdraganda formannsframboðs.
„Ég hélt sjálf fjölda opinna funda um land allt á síðasta ári, meðal annars eftirminnilegan fund hér í Eyjum, og þeir fundir höfðu mikil áhrif á mig. Svona viljum við gera þetta og við tökum þessari vinnu alvarlega. Nú undirbúum við breytingar á sviði heilbrigðismála og það er ekki vanþörf á.“
Öllum velkomið að taka þátt
Kristrún leggur áherslu á að öllum sé velkomið að mæta á fundina og taka þátt. Ekki verði spurt um flokksskírteini fólks. „Nú erum við að opna flokkinn og leggjum áherslu á að taka samtal við fólkið í landinu. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu,“ segir Kristrún sem bætir við að það sé strax farin að teiknast upp skýr mynd af af raunhæfum væntingum fólksins í landinu til heilbrigðisþjónustu.
Í auglýsingu fyrir fundinn segir meðal annars: „Ert þú með sérþekkingu í heilbrigðismálum eða reynslu af gólfinu? Eða ertu almennur borgari sem vill sjá breytingar til hins betra í heilbrigðismálum á Íslandi? Þá viljum við fá þig með í samtalið.“
Mynd: Kristrún í heimsókn á HSS í Reykjanesbæ.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst