Það verður glatt á hjalla í Skipalyftunni í dag þegar Milwakee dagurinn fer fram. Kynning verður á nýjum vörum og hægt að gera hagstæð kaup á hinum ýmsu tilboðum sem verða í boði. Benedikt sölumaður hjá Verkfærasölunni sagði í samtali við Eyjafréttir að þeir væru að hefja hringferð um landið í Vestmannaeyjum. “Það er mikilvægt fyrir okkur að koma til Eyja og sinna okkar viðskiptavinum sem þess á milli eru í góðum höndum hjá Ómari og félögum hér í Skipalyftunni. Við eigum mikið af traustum viðskiptavinum í Eyjum. Eyjamenn vilja hafa góð tæki og það er ekki að ástæðu lausu að Skipalyftan er ein stærsta Milwakee verslun á Norðurlöndum í hillumetrum talið.” Benedikt sagði þá félaga ætla að standa vaktina til fjögur í dag annars væri alltaf hægt að nálgast þeirra vörur í Skipalyftunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst