Bólusetning við covid næsta fimmtudag

Næsta bólusetning við Covid 19 verður fimmtudaginn   11.08 á heilsugæslunni og er fólk beðið um að skrá sig í síma 4322500 Enn er covid í gangi í samfélaginu og viljum við hvetja fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að mæta í örvunarbólusetningu,  það er 4 bólusetningu.  Einnig hvetjum við […]

Bæjarráð – Ekki á eitt sátt um einn sýslumann  

Kynnt hafa verið drög að frumvarpi um grundvallarbreytingu á skipulagi sýslumannsembættanna, að þeim verði fækkað úr níu í eitt. Í drögunum segir að þannig verði hægt að byggja upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar um land allt sem sinni  miðlægum og sérhæfðum verkefnum á landsvísu ásamt þjónustu í heimabyggð. Miðað er við að starfsemi sýslumanns verði […]

Konan í góðum gír, þökk sé ÍBV, Senu, RÚV og dásamlegu listafólki

Konan er meira en sátt við lífið og tilveruna þar sem við sitjum og horfum á beina útsendingu frá skemmtuninni í Herjólfsdal í boði ÍBV og Senu. Reyndar í útlegð í Garðabænum en það er hlýtt og notalegt í húsi dótturinnar sem nýtur lífsins með fjölskyldu og vinum í Dalnum. Við fjarri góðu gamni en […]

Eyjafólk kann að skemmta sér og öðrum

Mikil vinna liggur að  baki hverrar þjóðhátíðar, vinna sjálfboðaliða sem á lokasprettinum leggja nótt við dag til að allt verði klárt þegar gestir mæta. Það eru líka margir að störfum á hátíðinni sjálfri, sjálfboðaliðar, fólk í löggæslu, eftirliti og viðbragðsaðilar í heilbrigðisþjónustu. Ekki má heldur gleyma skemmtikröftum sem vita fátt skemmtilegra en að koma fram […]

Lögreglan – Mikill fjöldi og nokkur erill undir morgun

Mikill fjöldi fólks var saman kominn á þjóðhátíð í gærkvöldi og nótt og talsverður erill hjá lögreglu fram undir morgun, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Sjö líkamsárásarmál eru skráð hjá lögreglu eftir nóttina en í öllum tilfellum var um minniháttar líkamsáverka að ræða. Alls  voru sjö vistaðir í fangageymslu, fjórir vegna ölvunarástands og […]

Ísfélagið þrefaldaði hagnað á milli ára

„Ísfé­lag Vest­manna­eyja hagnaðist um 40,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem svar­ar 5,3 millj­örðum króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok árs­ins. Fé­lagið nær þre­faldaði hagnaðinn milli ára,“ segir á 200 mílum Morgunblaðsins á mbl.is. Er vitnað í nýbirtan í nýbirtan árs­reikn­ing félagsins fyr­ir árið 2021. „Fé­lagið hagnaðist um 13,99 millj­ón­ir dala árið […]

„Fíflin úr Reykjavík“ meira en velkomin til Eyja

„Aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja,“ segir Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans í léttu spjalli á Vísi.is í vikunni. Örugglega ekki illa meint. Á sama miðli í morgun er fyrirsögnin; Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu. Ekki […]

ÍBV og Keflavík á Hásteinsvelli klukkan 14.00 í dag

ÍBV mætir Keflavík á Hásteinsvelli kl. 14.00 í dag í Bestu deild karla. Má búast við miklum fjölda miðað við fjölda gesta á þjóðhátíð. Bæði lið hafa verið á góðri siglingu undanfarið, Eyjamenn komnir af botninum með 11 stig eftir að hafa unnið Val og Leikni. Keflavík, sem er með 17 stig, missteig sig á […]

Framkoma RÚV til skammar – Konan niðurbrotin

Ekki hefur farið mikið fyrir Vestmannaeyjum á fréttastofu Ríkisútvarpsins og eiginlega ekki nema þegar eitthvað fer miður hjá okkur. Hefur stundum dottið í hug hvort Eyjamenn borgi minna í útvarpsgjald en aðrir Íslendingar. Get ég nefnt fjölmörg dæmi en sleppi því í bili. Fréttastofan ríkisrekna kemur aldrei á óvart, heldur sínu STRIKI sama á hverju […]

Þjóðhátíð í björtu og góðu veðri

Veðrið virðist ætla að leika við Eyjafólk og gesti þessa þjóðhátíð. Framundan eru norðan og norðvestan áttir, bjart og að mestu þurrt næstu daga. Hefðbundin dagskrá var í gærkvældi, myllan og viti VKB voru vígð með stæl. Jói í Laufási er búinn að slá þakið á Stóra sviðinu og allt tilbúið fyrir setninguna sem hófst […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.