ÍBV-konur mæta Stjörnunni í Garðabænum

ÍBV kvenna mætir Stjörnunni í Bestu deildinni í Garðabæ í dag og hefst leikurinn klukkan 16.15. Eftir tap í Bikarnum í síðustu viku á Hásteinsvelli hafa Eyjakonur harma að hefna. Frammistaða ÍBV hefur verið umfram væntingar í sumar og eru þær nú í þriðja sæti með 17 stig eftir níu umferðir. Það er til mikils […]
Agnes biskup – Efla þarf sjálfsmynd og sjálfstraust kirkjunnar þjóna

Agnes Sigurðardóttir, biskupinn yfir Íslandi vísiteraði Ofanleitissókn í Vestmannaeyjum helgina 21. og 22. maí sl. Fundaði með prestum og sóknarnefnd, predikaði í Landakirkju í sunnudagsmessu og heimsótti íbúa á Hraunbúðum. Einnig kynnti Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima henni og fylgdarliði hennar safnið. Kári Bjarnason forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja kynnti þeim Biblíusafnið sem er eitt af þremur heildarsöfnum […]
Neistinn í Eyjum sem Mogginn einn sér

Neistinn kveiktur í Eyjum er fyrirsögn á leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem segir í byrjun að læsi sé verulega ábótavant hér á landi og hafi svo verið um nokkra hríð. Svo segir: „Í fyrrahaust var hafist handa við verkefni í Vestmannaeyjum, sem nefnist Kveikjum neistann. Í vor lágu fyrir niðurstöður eftir fyrsta veturinn og […]
Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin: Gullberg „Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Ufsaberg var stofnað 1969 […]
Garðar verður Gullberg

Nýtt uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, sem heitir nú Gardar upp á norsku með heimahöfn í Björgvin, verður nefnt Gullberg og fær skráningarnúmerið VE-292. Kunnuglegt nafn og númer í flota Eyjanna frá fyrri tíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar þar sem segir: „KAP VE-4 skiptir um nafn og númer og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Sömuleiðis kunnuglegt nafn og númer úr […]
Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu, Vestmannaeyjum, laugardaginn 18. júní milli kl. 17.00 og 18.30 með verkum eftir Þorgerði Ólafsdóttur. Klukkan 15:30 munu Þorgerður og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna. Á sýningunni sýnir Þorgerður ný listaverk og aðra muni samhliða fastasýningu Umhverfisstofnunnar í Surtseyjarstofu. Sýningin er unnin […]
Stelpurnar mæta Aftureldningu á útivelli

Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Stelpurnar í ÍBV heimsækja Aftureldingu og verður leikurinn klukkan 18:00 á Malbikstöðinni að Varmá. ÍBV er í fimmta til sjötta sæti ásamt Selfossi með 14 stig eftir átta leiki. Lið Aftureldingar er í botnbaráttu en þær eru í næstneðsta sætinu með einungis þrjú stig úr […]
Árni hefur aldrei verið í vafa

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður og blaðamaður, kom fyrst fram með hugmyndina fyrir um aldarfjórðungi og fagnar að nú eigi að dusta rykið af gögnum sem þegar liggja fyrir og gera frekari rannsóknir ef þarf. „Ég hef aldrei verið í vafa um að göng milli Eyja og lands séu raunhæfur möguleiki. Það hefur lengi legið fyrir […]
Grímur yfir Suðurlandi öllu

Grímur Hergeirsson verður settur lögreglustjóri á Suðurlandi öllu frá 1. júlí næstkomandi og út árið. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri verður í leyfi á sama tíma. Á þessum sex mánuðum verður Grímur einnig áfram lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, en því embætti hefur hann sinnt síðasta eina og hálfa árið. Þetta kemur fram á mbl.is og Morgunblaðinu í dag. […]
Veisla til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum

Glatt var á hjalla í veislu sem Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum til á dögunum. Samkoman var í matsalnum glæsilega og þar voru á sjötta tug gesta. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. Þar segir einnig: „Fæstir í hópnum höfðu stigið fæti inn fyrir dyr VSV eftir að nýtt starfsmannarými var tekið […]