ÍBV-konur mæta Stjörnunni í Garðabænum

ÍBV kvenna mætir Stjörnunni í Bestu deildinni í Garðabæ í dag og hefst leikurinn klukkan 16.15. Eftir tap í Bikarnum í síðustu viku á Hásteinsvelli hafa Eyjakonur harma að hefna. Frammistaða ÍBV hefur verið umfram væntingar í sumar og eru þær nú í þriðja sæti með 17 stig eftir níu umferðir. Það er til mikils […]

Agnes biskup – Efla þarf sjálfsmynd og sjálfstraust kirkjunnar þjóna

Agnes Sigurðardóttir, biskupinn yfir Íslandi vísiteraði Ofanleitissókn í Vestmannaeyjum helgina 21. og 22. maí sl. Fundaði með prestum og sóknarnefnd, predikaði í Landakirkju í sunnudagsmessu og heimsótti íbúa á Hraunbúðum.  Einnig kynnti Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima henni og fylgdarliði hennar safnið.  Kári Bjarnason forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja kynnti þeim Biblíusafnið sem er eitt af þremur heildarsöfnum […]

Neistinn í Eyjum  sem Mogginn einn sér

Neistinn kveiktur í Eyjum er fyrirsögn á leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem segir í byrjun að læsi sé verulega ábótavant hér á landi og hafi svo verið um nokkra hríð. Svo segir: „Í fyrrahaust var hafist handa við verkefni í Vestmannaeyjum, sem nefnist Kveikjum neistann. Í vor lágu fyrir niðurstöður eftir fyrsta veturinn og […]

Frekari nafnaskipti á skipum Vinnslustöðvarinnar

Samhliða frétt um nafn á nýju skipi Vinnslustöðvarinnar, Garðari sem verður Gullberg er sagt frá frekari nafnabreytingum á skipum félagsins og saga þeirra rakin:  Gullberg „Vinnslustöðin eignaðist 35% hlut í Ufsabergi ehf. á árinu 2008 og tók þá um leið við útgerð skips félagsins, Gullbergs. Síðar sameinuðust félögin undir nafni Vinnslustöðvarinnar. Ufsaberg var stofnað 1969 […]

Garðar verður Gullberg

Nýtt uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, sem heitir nú Gardar upp á norsku með heimahöfn í Björgvin, verður nefnt Gullberg og fær skráningarnúmerið VE-292. Kunnuglegt nafn og númer í flota Eyjanna frá fyrri tíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar þar sem segir: „KAP VE-4 skiptir um nafn og númer og verður Sighvatur Bjarnason VE-81. Sömuleiðis kunnuglegt nafn og númer úr […]

Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Séstey / Hverfey í Surtseyjarstofu, Vestmannaeyjum, laugardaginn 18. júní milli kl. 17.00 og 18.30 með verkum eftir Þorgerði Ólafsdóttur. Klukkan 15:30 munu Þorgerður og Magnús Freyr Sigurkarlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, leiða gesti um sýninguna. Á sýningunni sýnir Þorgerður ný listaverk og aðra muni samhliða fastasýningu Umhverfisstofnunnar í Surtseyjarstofu. Sýningin er unnin […]

Stelpurnar mæta Aftureldningu á útivelli

Heil umferð fer fram í Bestu deild kvenna í kvöld. Stelpurnar í ÍBV heimsækja Aftureldingu og verður leikurinn klukkan 18:00 á Malbikstöðinni að Varmá. ÍBV er í fimmta til sjötta sæti ásamt Selfossi með 14 stig eftir átta leiki. Lið Aftureldingar er í botnbaráttu en þær eru í næstneðsta sætinu með einungis þrjú stig úr […]

Árni hefur aldrei verið í vafa

Árni Johnsen, fyrr­ver­andi þingmaður og blaðamaður, kom fyrst fram með hug­mynd­ina fyr­ir um ald­ar­fjórðungi og fagn­ar að nú eigi að dusta rykið af gögn­um sem þegar liggja fyr­ir og gera frek­ari rann­sókn­ir ef þarf. „Ég hef aldrei verið í vafa um að göng milli Eyja og lands séu raun­hæf­ur mögu­leiki. Það hef­ur lengi legið fyr­ir […]

Grímur yfir Suðurlandi öllu

Grím­ur Her­geirs­son verður sett­ur lög­reglu­stjóri á Suður­landi öllu frá 1. júlí næst­kom­andi og út árið. Kjart­an Þorkels­son lög­reglu­stjóri verður í leyfi á sama tíma. Á þess­um sex mánuðum verður Grím­ur einnig áfram lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, en því embætti hef­ur hann sinnt síðasta eina og hálfa árið. Þetta kemur fram á mbl.is og Morgunblaðinu í dag. […]

Veisla til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum

Glatt var á hjalla í veislu sem Vinnslustöðin bauð fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og mökum til á dögunum. Samkoman var í matsalnum glæsilega og þar voru á sjötta tug gesta. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. Þar segir einnig: „Fæstir í hópnum höfðu stigið fæti inn fyrir dyr VSV eftir að nýtt starfsmannarými var tekið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.