„Í tilefni af forvarnarmánuði PÍETA samtakanna, september, ætla ég að reyna að gera góðverk til stuðnings samtökunum á Íslandi og æfa í 24 tíma á þremur tækjum frá Concept2, róðrarvél, hjóli og skíðavél. Ég byrjaði klukkan sjö í morgun, níunda september og klára á morgun, laugardag þann tíunda klukkan sjö,“ segir Gísli Hjartarson, crossfitari með meiru.
Hann skiptir hringnum í þrennt, hjólar 4000 metra, tekur 2000 metra róður og 1000 metra á skíðavél. „Það er öllum velkomið að taka þátt hvar sem er í heiminum og leggja málefninu lið – ég skora á ykkur að taka einn eða fleiri hringi og njóta og sýna þannig stuðning í verki.
Ég vil hvetja þá sem hafa áhuga á að styrkja samtökin að leggja inn á reikning Píeta samtakanna: banki: 0301-26 – 041041 – kennitala: 410416-0690. Munið að margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Gísli nú er á fullu í Crossfit Eyjar við Heiðarveg, Eyrúnu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst