ÍBV getur um helgina tryggt sér sæti í 2. umferð Evrópubikars karla í handbolta en Eyjamenn leika við Holon frá Ísrael á heimavelli á morgun og sunnudag, klukkan 16 báða dagana.
Frá þessu er sagt á mbl.is og að sigurliðið í þessari viðureign mætir Donbas frá Úkraínu í 2. umferð keppninnar sem er leikin frá 29. október til 5. nóvember.
Holon endaði í 5. sæti í Ísrael síðasta vetur og féll út í undanúrslitum um meistaratitilinn. Liðið lék í sömu keppni í fyrra og vann þá Trepca frá Kósóvó með samtals 19 mörkum í 1. umferð en tapaði fyrir Besiktas frá Tyrklandi með samtals 16 mörkum í 2. umferð.
Mynd Sigfús Gunnar af mbl.is. Silfurlið ÍBV 2022.
Af mbl.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst